Utanvegarakstur og fleira


Í byrjun september voru birtar hér myndir úr Skarðdalsskógi og var fólk beðið um að ganga nú fallega um þessa einstöku náttúruperlu okkar, hún ætti það skilið. Undirritaður veit ekki til annars en að lesendur og aðrir hafi virt það.

En litlu síðar fór einhver um svæðið þar fyrir neðan, þar sem nýi golfvöllurinn er að rísa, og ók þar fram og aftur yfir viðkvæmt grasið og skemmdi, auk þess að drepa silung eins og að gamni sínu og skilja eftir líkt og hráviði. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna þetta ágætlega. Sjá líka hér.

Í dag fékk tíðindamaður vefsins svo í hendur myndir sem teknar voru nú undir kvöld. Þær sýna að búið er að keyra í viðkvæmum gróðrinum í Hólshyrnunni og skilja eftir för sem ekki munu hverfa á næstunni.

Svona framkomu á ekki að líða. Bæjarstjórn hlýtur að kæra þessa ósvinnu og láta rannsaka hver olli. Annað gengur ekki.

Myndir af golfvelli: Aðsendar.
Myndir af utanvegarakstri í Hólshyrnu: Ingvar Hreinsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is