Upplýsingaskápur á kirkjuna


Siglfirðingafélagið hefur fært Siglufjarðarkirkju að gjöf upplýsingaskáp og var honum laugardaginn 31. mars síðastliðinn komið fyrir á veggnum sunnanmegin við útidyrnar. Er gjöfin í tilefni af 85 ára vígsluafmæli kirkjunnar, sem var 28. ágúst í fyrra. Umræddur skápur, sem er afar vandaður að allri gerð, kemur frá Bandaríkjunum. Mikil þörf var á slíku tæki, ekki síst yfir mesta ferðamannatímann, þar sem nú er hægt að koma á framfæri upplýsingum um opnunartíma, athafnir og fleira.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is