Upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði


Fjallabyggð auglýsir eftir starfsmanni í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði. Miðstöðin verður til húsa í bókasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu hér í bæ.

Starfslýsing og helstu verkefni
:

  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á auglýstum afgreiðslutíma frá 1. júní til 31. ágúst 2011.
  • Öflun og miðlun upplýsinga um ferðamál í Fjallabyggð.
  • Skráning gagna og aðstoð á bókasafninu á Siglufirði.
  • Ræsting og önnur verkefni sem forstöðumaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur
:

  • Góð tungumálakunnátta.
  • Góð tölvufærni og hæfni í upplýsingaleit.
  • Mikil þjónustulund.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta.

Umsóknir berist til Rósu Bjarnadóttur, forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar. Einnig veitir hún nánari upplýsingar um starfið. Netfang hennar er rosa@fjallabyggd.is og vinnusíminn 464-9120.

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði verður til húsa á bókasafninu.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Gísli Rúnar Gylfason / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is