Upplestrar- og myndakvöld Siglfirðingafélagsins


Hið árlega Upplestrar- og myndakvöld Siglfirðingafélagsins í aðdraganda jóla verður haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 20:00.
Lesið verður upp úr þremur „siglfirskum“ jólabókum. Þessar bækur eru: Mistur eftir Ragnar Jónasson, Alli Rúts eftir Helga Sigurðsson og Gunnar Birgisson eftir Orra Pál Ormarsson. Höfundar árita og bækurnar verða til sölu á sérstöku „siglfirsku“ tilboðsverði.

Í hléi bjóða höfðingjarnir Kobbi og Elín í Aðalbakaríi upp á kaffi, jólasmákökur og hinar einu sönnu SÍRÓPSKÖKUR.

Eftir hlé verður Gunnar Trausti með myndasýningu þar sem hann sýnir skemmtilegar myndir úr mannlífinu á Siglufirði frá ýmsum tímabilum í sögu bæjararins.

Aðgangseyrir kr. 500.

Stjórn Siglfirðingafélagsins

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is