Uppi og niðri og þar í miðju


UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU – tónleikar Önnu Jónsdóttur verða haldnir í Gránu (Síldarminjasafninu) á Jónsmessu, miðvikudag, kl. 17.00.
Anna er sópransöngkona og á tónleikum sínum víða um land syngur hún íslensk þjóðlög. Á ferð sinni velur hún helst sérkennilega staði fyrir tónlist sína: hella, vita, lýsistanka – staði sem búa yfir góðum hljómburði og dulúð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en frjáls framlög þegin.
Þess má geta að Anna á ættir að rekja til Fljóta og Siglufjarðar.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]