Unnið við Salthúsið


„Þessa dagana stendur yfir vinna við Salthús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Verið er að vinna með ytra byrði hússins og einnig hefur verið byggður kvistur á þakið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í júní 2014 en eins og þekkt er þá voru hliðar hússins ferjaðar sjóleiðina frá Akureyri í júní árið 2014. Salthúsið er samvinnuverkefni Síldarminjasafnsins og Þjóðminjasafns Íslands en það hafði um skeið uppi áform um að nýta það á Akureyri sem þjónustuhús fyrir Norðurland.“ Héðinsfjörður.is greinir frá.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is