Unnið að tengingu myndavélanna í Héðinsfjarðargöngum


Þessa dagana er verið að tengja hraðamyndavélarnar í
Héðinsfjarðargöngum. Til þess verður að fletta
malbikinu af á nokkrum stöðum.

Þegar fréttamaður Siglfirðings.is var á
ferð þar í gær voru menn frá Vegsögun nýbyrjaðir á verkinu, höfðu þá að
sögn verið í Bolungarvíkurgöngum í sömu erindagjörðum skömmu áður.

Er fólk vinsamlegast
beðið um að sýna tillitssemi, aka rólega og með gát framhjá
vinnusvæðinu.

Rjúfa þarf malbikið á nokkrum stöðum í Héðinsfjarðargöngum

 og eins og þarna sést getur verið þröngt að komast framhjá meðan á framkvæmdum stendur

og því áríðandi að fara varlega.

Fagmaður að verki.

Hraðamyndavélarnar eru komnar upp fyrir nokkru síðan.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is