Ungir fjallgöngumenn


Í byrjun júlímánaðar árið 1967, fyrir 43 árum, gerðu nokkrir krakkar af Hlíðarvegi og Hólavegi sér ferð upp í Hvanneyrarskál. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þeim á Skálarbrúninni.

Á uppstilltu hópmyndinni eru:

1. Vigfús Ingi Hauksson rafmagnsiðnfræðingur á Akureyri, 11 ára.
2. Sigmundur Dýrfjörð framkvæmdastjóri í Garðabæ, 11 ára.
3. Stefán Árni Friðgeirsson sjómaður í Njarðvík, 12 ára.
4. Guðný Stefanía Hauksdóttir leiðbeinandi í Reykjavík, 5 ára.
5. Jóhanna Sigurlaug Hilmarsdóttir í Keflavík, 7 ára.
6. Hrönn Hilmarsdóttir í Sandgerði, 2 ára.
7. Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir tölvunarfræðingur í Kópavogi, 8 ára.

Friðgeir Árnason, sem vann við lagningu Skarðsvegarins og Strákavegarins og mokaði Skarðið oftar en flestir aðrir, er faðir Árna og afi Inga, Guðnýjar, Jóhönnu og Hrannar. Ragnar Jóhannesson skattstjóri er afi Guðrúnar. Sigmundur á og rekur Te og kaffi.

 
Myndir og texti: Jónas Ragnarsson |
jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is