Undirritun málefnasamnings


Bæjarfulltrúar Fjallabyggðarlistans og Jafnaðarmanna í Fjallabyggð undirrituðu í gær, á Þjóðhátíðardaginn, í blíðskaparveðri í Héðinsfirði, málefnasamning um meirihlutasamstarf. Málefnasamningur meirihlutans byggir á stefnuskrám sem framboðin lögðu fram fyrir kosningarnar 2014.

?Aukið gegnsæi og íbúalýðræði verður eitt af leiðarljósum í starfi bæjarstjórnar. Leitast skal við að tryggja gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa, óháð flokki, og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin,? var haft eftir oddvitum flokkanna.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is