Undirritun á sjöundu braut


Golfklúbbur Siglufjarðar og sjálfseignarstofnunin Leyningsás hafa skrifað undir viljayfirlýsingu sem kveður m.a. á um að nýr golfvöllur, sem stofnunin stendur að, verði heimavöllur klúbbsins, en stefnt er að því að taka völlinn í notkun á næsta ári. Ingvar Hreinsson, formaður golfklúbbsins, og Valtýr Sigurðsson, stjórnarformaður Leyningsáss, skrifuðu undir yfirlýsinguna á vallarsvæðinu, nánar tiltekið á sjöundu braut, í blíðskaparveðri í gær.

Nýr golfvöllur og útivistarsvæði í Hólsdal er samstarfsverkefni Rauðku ehf. og Fjallabyggðar, sem tóku verkefnið upp á sína arma með stofnun Leyningsáss eftir að golfklúbburinn hafði gert að því tillögu og komið á skipulag. Golfklúbbur Siglufjarðar var stofnaður 1970 og hefur starfrækt golfvöll austan Hólsár allar götur síðan. Hann verður lagður niður í haust og mun klúbburinn þá flytja sig á vesturbakkann.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]