Undir gráum himni


Nú þegar sólin er horfin á bak við þungbúin skýin um stundarsakir hér nyrðra og regndroparnir teknir að falla er dægilegt að njóta inniverunnar og ekki verra að hafa eitthvað varmt í krús og gott lesefni í hönd, eins og hún María Petra Björnsdóttir, sem þarna fær sér eftirmiðdagskaffi á Gíslaeiríkihelga, þrælflottu kaffihúsi á Dalvík.

Fleiri snilldarljósmyndir Björns Valdimarssonar, föður hennar, má sjá hér.

Mynd: Björn Valdimarsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is