Undanúrslit í spurningakeppninni í kvöld


Undanfarnar vikur hefur verið í gangi
spurningakeppni í þættinum Ljósvíkingar á FM Trölla. Þar hafa att kappi í
beinni útsendingu siglfirsk fyrirtæki, alls sextán talsins. Hafa tveir
fulltrúar mætt frá hverju og einu. Nú er komið að undanúrslitunum. Í fyrri
viðureigninni, kl. 20.00 í kvöld, eigast við Dótakassinn og Fiskmarkaður Siglufjarðar, og í
þeirri síðari, kl. 21.00, Lífeyrisþjónustan og Sparisjóður Siglufjarðar. Andrúmsloftið á eftir að verða rafmagnað, enda mikið í húfi.

Lið Fiskmarkaðar Siglufjarðar skipa Guðmundur Gauti Sveinsson og Steingrímur Óli Hákonarson, lið Dótakassans Gunnar Júlíusson og Ingvar Erlingsson (í fjarveru Hjalta Gunnarssonar), lið Lífeyrisþjónustunnar María Elín Sigurbjörnsdóttir og Ólafur Guðmundur Guðbrandsson og lið Sparisjóðs Siglufjarðar Guðjón Marinó Ólafsson og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Úrslit verða svo ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, 28. apríl, í extralöngum þætti.

 

Hægt er að hlusta á Fm 103,7 á Stór-Fjallabyggðarsvæðinu og svo að sjálfsögðu á netinu. Þar er slóðin Fm.trolli.is.

Sjá líka hér.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is