Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar


Í gærkvöldi fór fram í grunnskólahúsnæðinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Alls tóku 13 nemendur í 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar þátt og stóðu sig allir frábærlega. Þrír fulltrúar skólans voru að lokum valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Bergi á Dalvík miðvikudaginn 2. mars næstkomandi.

Sjá nánar hér og hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is