Umsjónarmann vantar


Umsjónarmann vantar við kirkjugarðana á Siglufirði. Starfið felst í umsjón með báðum kirkjugörðunum: Umsjón með slætti og þrifum yfir sumarið, umsjón með legstaðaskrá, úthlutun legstaða og grafartöku. Starfið er hlutastarf á ársgrundvelli en getur verið meira starf yfir sumarið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí næstkomandi. Umsóknum skal skilað til formanns sóknarnefndar, Sigurðar Hlöðvessonar, Suðurgötu 91, 580 Siglufirði, sem veitir allar upplýsingar. Ráðningartími er frá 15. maí næstkomandi.

Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is