Umferðin jókst um rúm 11%


Umferð um Héðinsfjarðargöng jókst um rúm 11% milli áranna 2015 og 2016 og mældist 723 ökutæki á sólarhring, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni hjá Vegagerðinni á Akureyri. Er þá miðað við meðalumferð á dag yfir árið (ÁDU, ársdagsumferð). Vetrarumferðin (VDU) jókst um tæp 14% en sumarumferðin (SDU) um tæp 9%. Þetta er fyrsta árið sem meira en 700 bílar fara um göngin á dag en áður en ráðist var í gerð Héðinsfjararganga var áætlað að umferðin yrði 350 bílar á dag að meðaltali allt árið, og þótti sumum það of bjartsýn spá.

Á meðfylgjandi línuriti má sjá þróunina frá árinu 2011 (sem var fyrsta heila árið eftir opnun ganganna, í október 2010). Umferð hefur nú aukist að jafnaði um 6% á ári frá opnun ganganna. Stöplaritið sýnir umferðina eftir mánuðum og vikudögum. Mest er ekið um göngin í júlí og að jafnaði á föstudögum, að sögn Friðleifs Inga.

hedinsfjardargong_01

hedinsfjardargong_02Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Línurit og tafla: Umferðardeild Vegagerðarinnar, Akureyri.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is