Umferðin hefur nær þrefaldast


Í kjölfar fréttar um umferðartafir í Múlagöngum um síðustu helgi leitaði Siglfirðingur.is eftir tölulegum upplýsingum frá Umferðardeild Vegagerðarinnar. ?Það eru því miður ekki komnar umferðartölur úr sjálfum Héðinsfjarðargöngum,? sagði Friðleifur Ingi Brynjarssonar verkefnastjóri. ?Unnið er að uppsetningu samskiptabúnaðar og talna því ekki að vænta alveg á næstu dögum.? Hins vegar skoðaði Friðleifur Ingi tölur um umferð um Hámundastaðaháls við Dalvík og Almenningsnöf vestan Strákaganga síðustu tvær helgar og bar þær saman við fyrstu helgar í október í fyrra. Sá samanburður sýnir að umferðin hefur tvöfaldast til þrefaldast.

Undanfarin ár hafa 200-300 bílar farið um Strákagöng að meðaltali á dag en 500-600 bílar um Múlagöng. Eftir opnun Héðinsfjarðarganga má búast við að þessar tölur hækki mikið.  

?Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér þá miðar Vegagerðin við að Ólafsfjarðargöng ættu vel að þola um 1000 bíla á sólarhring, sé miðað við eðlilega dreifingu innan sólarhringsins og ársins,? sagði Friðleifur Ingi.

Þróun umferðar síðustu tvo áratugi um Strákagöng og Múlagöng (Múlaveg til 1991).

ÁDU = Meðalumferð á dag, alla daga ársins.

Héðinsfjarðargöng voru tekin í notkun 2. október. Þá var ?bíll við bíl? í göngunum og einnig um síðustu helgi.

Línurit og tafla: Vegagerðin

Mynd: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is