Umferðarmet slegið í Héðinsfirði


Umferðin um Héðinsfjörð í gær, laugardag, var með hreinum ólíkindum.
Teljari Vegagerðarinnar sýndi að 2.085 bílar hefðu farið þar um þennan
sólarhring (í báðar áttir) sem er nýtt met. Eldra met var frá síðasta
laugardegi en þá fóru 1.944 bílar gegnum nýju göngin.

Mun fleiri bílar fóru um Héðinsfjörð í gær heldur en um Öxnadalsheiði og Vatnsskarð. Þó var bílafjöldinn um Héðinsfjörð ekki eins mikill og milli Akureyrar og Dalvíkur, enda sætta Siglfirðingar sig vel
við þriðjung þess gestafjölda sem sagt er að hafi verið á Fiskideginum
mikla.

Mynd: Vegagerðin | Vegagerdin.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is