630 bílar á sólarhring?

Umferð um Héðinsfjörðinn hefur aukist mikið það sem af er ári, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, eða um 6,7%, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir í að meðalumferð á dag um göngin (ÁDU) verði um 630 (bílar/sólarhring).

Umferð jókst fyrstu þrjá mánuði ársins en dróst hins vegar saman í nýliðnum apríl. Umferð eykst á öllum vikudögum, hlutfallslega þó mest á miðvikudögum eða um rúmlega 16% en minnst á sunnudögum eða 2,3%. Umferðin er mest á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Myndir: Vegagerðin (Friðleifur Ingi Brynjarsson).
Texti: Vegagerðin (Friðleifur Ingi Brynjarsson) / Sigurður Ægisson | [email protected]