Um var að ræða trítilblökur


Eins og lesendur eflaust muna komu þrjár leðurblökur með dönsku skipi til Siglufjarðar í byrjun október árið 2015. Ein þeirra flaug á haf út en hinar tvær náðust og voru í kjölfarið sendar á Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ, þar sem þær voru svæfðar. Nú er komið í ljós, eftir greiningu sérfræðinga ytra, að um trítilblökur (Pistrellus nathusii) var að ræða. Aðal heimkynni þeirra er austanverð Evrópa, allt austur að Úralfjöllum og Kákasus. Mun þetta vera eina evrópska tegundin sem fundist hefur hér á landi, að því er fram kemur á Vísindavefnum.

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is