Um siglfirska ála


Nýjar upplýsingar, mjög svo
áhugaverðar, tengdar ljósmyndinni af máfinum og fiskinum í gær voru að
berast Siglfirðingi.is rétt í þessu. Þær eru frá Jóhanni G. Landmark á
Akranesi. Hann kveðst minnast þess að hafa einn veturinn fundið tvo ála,
frosna í tjörn, sem var fyrir neðan Ráeyri, rétt fyrir norðan hænsnahús
Nörgaards. Lækurinn sem rennur nú til sjávar norðan við núverandi ós
Skútuárinnar rann þá beint til sjávar fyrir neðan Ráeyri og þar í
gegnum áðurnefnda tjörn. Þetta hvarf allt með tilkomu gamla
flugvallarins. Álarnir giskar hann á að hafi verið u.þ.b. 50 cm langir.

Þetta rennir stoðum undir þá kenningu, að um ál hafi verið að ræða núna og hann siglfirskan.

Það væri fróðlegt að vita hvort fleiri lesendur muna eftir svipuðu hér á árum áður eða síðar.


Evrópskur áll.

Mynd af evrópskum áli: http://ec.europa.eu/fisheries/marine_species/wild_species/eel/index_en.htm

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is