Um 320 manns hlýddu á ljóðalestur


Ljóðahátíðin Glóð, sem haldin var 23.-25. þessa mánaðar, tókst vel og á
Þórarinn Hannesson mikið lof skilið fyrir aðkomu sína að þessum nú árlega
viðburði, en hann er þar prímus mótor eins og alþjóð veit.

Að þessu
sinni hlýddu alls um 320 manns á lestur ungra og eldri skálda og flytjenda,
siglfirskra og aðkominna gesta.

Nánari umfjöllun, mjög svo umhugsunarverð, er á heimasíðu Þórarins (http://toti7.123.is/). Siglfirðingur.is hvetur hann eindregið til að halda áfram á sömu braut og koma tvíefldur til leiks að ári.

Sveinn Þorsteinsson var í Skálarhlíð á föstudaginn og tók þar meðfylgjandi ljósmyndir.

Þórarinn Hannesson.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Áheyrendur.

Sigurbjörg Þrastardóttir lengst til vinstri.

Og fleiri.

Og enn fleiri.


Sigurbjörg Þrastardóttir.Og Páll Helgason.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is