Um 150 manns komu til aðventuhátíðarinnar í Siglufjarðarkirkju


Um 150 manns komu til aðventuhátíðarinnar í Siglufjarðarkirkju 5.
desember, sem til umfjöllunar var hér á laugardaginn. Var ekki annað að
sjá og heyra á þeim sem mættu en að hún hefði tekist með eindæmum vel.
Hugleiðing bæjarstjóra, Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, sem var ræðumaður
kvöldsins, er væntanleg og verður þá sett undir Greinar.

En hér eru nokkrar myndir ásamt prentaðri dagskrá.

Kirkjukór Siglufjarðar.

Sara María Gunnarsdóttir.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir.

Eina breytingin frá prentaðri dagskrá var sú,

að Lísa Margrét kaus að leika frekar Ave Maria eftir Johann Sebastian Bach

í stað Til Elísu eftir Ludwig van Beethoven,

og gerði það á glæsilegan og eftirminnilegan hátt, nótnalaus,

eins og reyndar systir hennar þar á undan, Sara María, sem lék Vögguljóð eftir Johannes Brahms.

Karlakór Siglufjarðar.

Tveir hljómsveitarmeðlima, Sigurður Jóhannesson og Ómar Hauksson.

Og einn til, Þorsteinn Sveinsson.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Kórarnir tveir sameinaðir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is