Um 0,4% aukning á milli ára


Umferð um Héðinsfjarðargöng það sem af er ári hefur svo til staðið í stað miðað við sama tímabil í fyrra; einungis hefur orðið um 0,4% aukning á milli ára, að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar hjá Vegagerðinni á Akureyri. Samdráttur hefur orðið í janúar, mars, apríl og maí en aukning í febrúar, júní og júlí, eins og lesa má út úr stöplaritinu hér fyrir neðan. Hegði umferðin sér með svipuðum hætti og hún hefur gert frá opnun ganganna megi búast við því að það verði um 1% samdráttur miðað við síðasta ár. Mikið velti þó á því hvað muni gerast í næsta mánuði hver endanleg niðurstaða verði, en það verði tæplega mikil aukning þetta árið úr því sem komið er.

Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Stöplarit: Friðleifur Ingi Brynjarsson / Vegagerðin.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is