UÍF stendur fyrir málþingi á Hóli


Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) stendur fyrir málþingi á morgun, þann 15. maí, kl. 20.00 að Hóli, Siglufirði. Þar verður almennt rætt um íþróttamál í Fjallabyggð og er gert ráð fyrir að stjórn UÍF, aðildarfélög UÍF og frambjóðendur allra fjögurra framboðanna í Fjallabyggð taki þátt í þeirri umræðu.

Allir velkomnir.


Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is