UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins


Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar minnir á samkeppni um merki
sambandsins.

UÍF var stofnað árið 2009 með sameiningu UÍÓ (Ungmenna- og
íþróttabandalags Ólafsfjarðar) og ÍBS (Íþróttabandalags Siglufjarðar). Merkið verður m.a. notað á
hátíðarfána sambandsins, flaggstangarfána og barmmerki.

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu Samkeppni um merki UÍF á
skrifstofur Fjallabyggðar fyrir 15. mars næstkomandi. Nefnd á vegum UÍF velur úr
innsendum tillögum og leggur fyrir stjórn sambandsins.

Öllum er heimil þátttaka. Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru 30.000 kr.                                 

Stjórn UÍF

Svona voru merki ÍBS og UÍÓ. Nú er búið er að sameina bandalögin tvö.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is