Ugla á sveimi í firðinum


Ugla hefur verið á sveimi í firðinum að undanförnu. Til hennar spurðist
nokkrum dögum fyrir jól og einnig á nýársnótt. Og e.t.v. er um tvær að
ræða, því lýsingum ber ekki saman.

Fréttamaður sá eina í gærkvöldi og líktist hún branduglu, en
skilyrði voru ekki hentug til nákvæmari greiningar; eyrugla er nefnilega
mjög svipuð.

Hin er sögð vera hvít.

Þau sem kynnu að rekast á fuglana, eða hafa nánari upplýsingar, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við undirritaðan, enda er þetta mjög forvitnilegt og sérstakt, bæði hvað varðar árstíma og stað.

Brandugla í Fljótum í Skagafirði, 7. maí 2010.

Brandugla í Fljótum í Skagafirði, 22. maí 2010.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is