Tvö snjóflóð féllu


Tvö snjóflóð féllu með stuttu milli­bili yfir veg­inn við Sauðanes milli Dal­vík­ur og Ólafs­fjarðar um há­deg­is­bilið í dag. „Fyrra flóðið var býsna stórt, um tutt­ugu metra breitt yfir veg­inn og fjór­ir metr­ar að hæð,“ sagði Páll Kristjáns­son, verk­stjóri hjá Vega­gerðinni á Ak­ur­eyri, í sam­tali við Mbl.is. Seinna flóðið féll sömu­leiðis yfir veg­inn, tals­vert norðar, og var mun minna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá of­an­flóðavakt Veður­stof­unn­ar var um þurrt fleka­hlaup að ræða og flokk­ast það sem 3 að stærð. Nú er búið að opna veginn og kl. 15.30 var hættustigi aflýst, en óvissustig er áfram í gildi.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is