Tvö skemmtiferðaskip í höfn


Tvö skemmtiferðaskip eru í höfn í Siglufirði þessa stundina. Þau komu bæði í morgun. Annað er Ocean Diamond, sem var hér 30. maí síðastliðinn og á eftir að koma nokkrum sinnum í viðbót í sumar, og hitt er Sea Spirit, með 120 farþega um borð. Gert er ráð fyrir að Ocean Diamond fari héðan klukkan 13.00 í dag, á leið sinni hringinn í kring um landið, og Sea Spirit klukkan 14.00.

Tvö skemmtiferðaskip í höfn á sama tíma. Sea Spirit er vinstra megin, Ocean Diamond hægra megin.

Gestirnir skoða ýmsa merka staði hér, þar á meðal Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkju. Þarna var söltun í gangi.

Séð ofan í síldartunnu.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]