Tvö skemmtiferðaskip í höfn


Í morgun komu tvö skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og voru í höfn á sama tíma, annars vegar National Geographic Explorer, með 150 farþega um borð, en það kom óvænt hingað 4. júlí síðastliðinn, en átti upphaflega bara að koma 12. júlí samkvæmt bókun, og hins vegar Ocean Diamond, með 190 farþega. Hið síðarnefnda á eftir að koma tvisvar aftur, 21. og 31. júlí, og síðasta skemmtiferðaskipið í ár verður svo Sea Spirit, sem kemur 24. september, með 120 farþega. Það var hér áður 6. júní.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]