Tvíburar skírðir


Tveir flottir bræður voru skírðir í dag að Eyrargötu 24b á Siglufirði, tvíburarnir Einar Júlíus Moritz og Rósant Mikael Moritz, Ástusynir. Þeir fæddust sunnudaginn 4. janúar síðastliðinn, á Landspítalanum í Reykjavík, Einar kl. 17.00 og Rósant kl. 17.53. Foreldrar þeirra eru Ásta Lovísa Pálsdóttir og Eva Karlotta Einarsdóttir, að Hvanneyrarbraut 58, Siglufirði. Guðfeðgin/skírnarvottar voru Einar Moritz Karlsson, Hólmfríður María Böðvarsdóttir Howard, Mikael Þór Björnsson og Ylfa Rós Böðvarsdóttir Howard.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Bræðurnir með foreldrum sínum og guðfeðginum.

Og hér með Einari afa og Mikael frænda. Einar Júlíus er vinstra megin, Rósant Mikael hægra megin.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is