Tvær landsvölur í heimsókn


Tvær myndarlegar landsvölur heimsóttu Siglufjörð í blíðviðrinu fyrr í dag og tylltu sér á þessa körfuboltagrind fyrir handan, nánar tiltekið á Árósi, á milli þess sem þær svifu um loftin blá og veiddu sér flugur í matinn. Heimkynni þessarar fuglategundar eru í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Landsvölur eru árvissir flækingar á Íslandi og hafa gert sér hreiður og orpið á nokkrum stöðum hér undanfarin ár, þar á meðal í Fljótum.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is