Tvær hjónavígslur í gær

Siglufjarðarkirkja.

Tvær hjónavígslur voru í Siglufjarðarkirkju í gær, laugardaginn 8. september.

Kl. 14.30 voru gefin saman Jón Fannar Ólafsson og Júlía Sjørup Eiríksdóttir. Þau eiga heima á Akureyri en eru aðflutt, komu þangað til að nema við Háskólann á Akureyri árið 2011 og hafa búið þar síðan. Jón, sem er lögfræðingur að mennt, fæddist á Selfossi og Júlía, sem er viðskiptafræðingur, fæddist á Akranesi. Svaramenn voru Ólafur Hafsteinn Jónsson og Eiríkur Örn Baldursson.

Kl. 17.00 voru gefin saman Halldór Þór Hafsteinsson og Steinunn Hulda Marteinsdóttir. Ekki þarf að kynna þær gersemar fyrir lesendum. Svaramenn voru Hafsteinn Þór Sæmundsson og Álfhildur Stefánsdóttir.

Siglfirðingur.is óskar þessu afbragðsfólki og fjölskyldum þess innilega til hamingju.

Myndir: Linda Ólafsdóttir og Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]