Tungl veður í skýjum


Í gærkvöldi óð tungl í skýjum yfir Hólshyrnu og vakti það aðdáun bæjarbúa, enda mikið sjónarspil á ferðinni, þar sem tókust á ljós og
myrkur. Hvarvetna annars staðar yfir firðinum var himinninn alsvartur á að líta,
sem gerði þetta ennþá áhrifameira en ella.

Meðfylgjandi ljósmynd talar sínu máli.

Tunglið vaðandi í skýjum yfir Hólshyrnu í gærkvöldi.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is