Trölli kominn í Skagafjörðinn

Tröllahjónin - Gunnar Smári Helgason - Kristín Sigurjónsdóttir - Siglufjörður - Skagafjörður - Sauðárkrókur - FM Trölli - Trölli.is - trolli.is

Í dag, 1. júlí, fór FM Trölli í loftið í Skagafirði á tíðni 103.7 MHz, sem er sú sama og er í Siglufirði, Ólafsfirði og Eyjafirði. Þau Tröllahjón, Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir, lögðu af stað héðan upp eftir með fjögur loftnet og aðrar nauðsynlegar græjur á 12. tímanum í morgun til að gera þetta að veruleika. Gunnar Smári hefur smíðað þau öll sjálfur, sem og annað sem til þarf.

Skagafjarðarsendirinn er sá fimmti sem FM Trölli setur upp. Fyrir er sendir á Siglufirði, í Ólafsfirði, Hrísey og á Hvammstanga og nú sumsé, frá og með deginum í dag, á reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki.

FM Trölli er 9 ára. Fréttavefurinn Trölli.is fór í loftið í fyrra.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]