Tröllaskagi eins og tígrisdýr


Hvern 16. dag taka gervihnettir myndir
af jörðinni allri í vísindalegum tilgangi, m.a. til að auðvelda mönnum
að fylgjast með ýmsum breytingum sem kunna að verða í yfirborði hennar.

Á
hinni virtu fréttasíðu MSNBC er umfjöllun um verðlaunamyndir sem
Landsat 5 og Landsat 7 hafa þannig tekið utan úr geimnum, en það eru
Jarðfræðiathugunarstöð Bandaríkjanna (USGS) og Geimferðastofnun
landsins (NASA) sem fyrir þessu verkefni standa. Það teygir anga sína
allt aftur til ársins 1972.

Ein myndanna, af Tröllaskaga, líkist einna helst tígrisdýri, þar sem Eyjafjörður er munnurinn.

Sjá nánar hér.

Einnig er mjög svo fróðlegt að skoða þessa vefslóð.

Tröllaskagi séður úr geimnum, eins og höfuð á tígrisdýri, þar sem Eyjafjörður er munnurinn.

Litir gervihnattamyndanna eru gjarnan ýktir – eins og í þessu tilviki –
til að skerpa andstæður

og auðvelda vísindamönnum greiningu á því sem
fyrir augu ber.

Mynd: http://eros.usgs.gov/imagegallery/collection.php?type=earth_as_art_3#15

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is