Trefillinn langi sem tengdi byggðirnar saman


Trefillinn hennar Fríðu Bjarkar Gylfadóttur er kominn til Akureyrar, var komið fyrir í Menningarhúsinu Hofi 15. þessa mánaðar og verður til sýnis  til 19. nóvember, í tilefni alþjóðlegu athafnavikunnar. Er ?boðið upp á fjölda viðburða alls staðar í heiminum, sem eru hugsaðir til þess að kynna fólki leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar? eins og orðrétt segir í auglýsingu.

Að sögn Fríðu varð treflaverkefnið miklu stærra og magnaðra en hana óraði fyrir og því fannst henni nauðsynlegt að fara með trefilinn allan og sýna hann víðar. Ákveðið var að byrja á Akureyri.

Einnig hefur verið settur upp listi þar með nöfnum þeirra sem prjónuðu, en það eru yfir 1.400 manns, sem og nöfnum styrktaraðila. Skjár sem sýnir myndir frá verkefninu er líka á staðnum.

Trefillinn verður svo í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. janúar, í tvær vikur.

Undirritaður tók nokkrar myndir innra fyrr í dag.

Þarna er hann á miðju gólfi, frægasti trefill Íslandssögunnar og sennilega heimsins alls.

Hér má líta nöfn þeirra sem að verkefninu komu.

Og auðvitað er gestabók á staðnum.

Þarna stendur efst: Fjallabyggðartrefillinn. Trefillinn sem tengdi byggðirnar.

Þetta er ekkert smáræði, enda 11,5 km að lengd.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is