Trefillinn góði lagður milli austur- og vesturhluta Fjallabyggðar


Í kvöld hélt sveit vaskra meyja og sveina – með Fríðu Björk Gylfadóttur í
broddi fylkingar – með trefilinn langa inn í Héðinsfjörð og lagði hann
síðan á jörð í báðar áttir, þ.e. austur og vestur. Vörubílar ferjuðu gríðarstóra kassana inneftir, enda engin léttavara þar á ferðinni.

Allt tókst þetta eins og best varð á kosið.

Hér eru nokkrar myndir.

Siglufjörður við upphaf ferðarinnar í kvöld.

Vörubílar ferjuðu kassana inn í Héðinsfjörð. 

Svo var byrjað að leggja trefilinn niður á áningunni í Héðinsfirði,
þar sem bæjarstjóri fær það hlutverk á morgun að sauma austur- og vesturenda saman.

Þessi bíll fór síðan austur í Ólafsfjörð með annan partinn.


Trefillinn lagður vandlega á jörðuna og festur lauslega hér og þar.


Áfram það sama.


Annar bíll sneri við og fór aftur til Siglufjarðar með sitt hlass.


Treflinum komið fyrir í vegarkantinum.


Stúlkurnar fyrir miðju gengu töluvert á eftir bílnum

og gættu þess að allt væri eins og það átti að vera.


Margrét Ósk Harðardóttir leiddi.

 

Hér sést betur hvernig þetta var gert.


Trefillinn á jörðunni.


Komið út Siglufjarðarmegin.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is