Trausti mokar


Enda þótt Trausti Magnússon sé orðinn 97 ára slær hann ekki slöku við þegar moka þarf snjó frá húsinu, eins og sjá má á mynd Morgunblaðsins í dag.

Trausti er Strandamaður, fæddur í Djúpuvík, og var vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð í þrjátíu ár. Trausti og Hulda Jónsdóttir, sem er 94 ára, búa við Austurbrún í Reykjavík. Þau hafa verið gift í 64 ár.

Fyrir rúmum tveimur árum birti Morgunblaðið skemmtilega mynd af þeim hjónum við að raka saman laufi í garði sínum. Akureyringurinn Kjartan Þorbjörnsson, ellegar Golli, eins og hann er oftast nefndur, ljósmyndari á Morgunblaðinu, tók þá mynd eins og þessa sem í dag prýðir umrætt dagblað.

Myndir: Kjartan Þorbjörnsson / Morgunblaðið.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is