Traust, þekking, reynsla…


Í helgarútgáfu DV, sem var að koma úr prentun, er rætt við annan af tveimur eigendum hins gamalgróna og öfluga fyrirtækis Tónaflóðs heimasíðugerðar, Selmu Hrönn Maríudóttur. Það var stofnað árið 1989.

Foreldrar hennar eru Kristín María Jónsdóttir og Gylfi Ægisson. Selma Hrönn bjó hér í nokkur ár sem barn. Hún er rithöfundur, vefhönnuður, músíkant og rafeindavirki og flutti aftur til Siglufjarðar fyrir nokkrum árum ásamt eiginmanni sínum, Smára Valtý Sæbjörnssyni, sem er hinn eigandi fyrirtækisins, og tveimur sonum þeirra hjóna.

Selma á allan heiður að uppsetningu og útliti þessa fréttavefjar, sem er líka vistaður hjá áðurnefndu fyrirtæki. Þjónustan er til fyrirmyndar í hvívetna.

Viðtalið má nálgast hér.

Mynd: Af heimasíðu Tónaflóðs.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]