Tónskóli Fjallabyggðar á Hannes Boy Café 26. febrúar


Tónlistarskólarnir hafa undanfarin ár helgað sér síðasta laugardaginn í febrúar til að vera með uppákomur og minna á starfsemi sína. Þetta árið verður Tónskóli Fjallabyggðar með uppákomu á veitingahúsinu Hannes boy þar sem nemendur og kennarar ætla að hittast og spila fyrir gesti og gangandi. Á Hannes boy verður hægt að kaupa vöflur og súkkulaði, sem á að renna ljúft niður með góðri tónlist.Dagskráin verður fjölbreytt, kennarar spila undir fjöldasöng og nemendur flytja nokkur atriði frá brasilískri þemaviku sem er nýafstaðin.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is