Tónlistarskólinn á Tröllaskaga


„Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna. Það samstarf hefur gengið ágætlega. Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til fulls og skólarnir sameinaðir. Í febrúar sl. var fræðslustjórum sveitarfélaganna falið að hefjast handa við að formgera samning með það að markmiði að Tónskóli Fjallabyggðar og Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar yrðu sameinaðir í einn skóla. Yfirstjórnir sveitarfélaganna hafa nú samþykkt sameininguna og mun skólinn starfa undir heitinu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.“

Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Fjallabyggðs.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]