Tombóla í góða veðrinu


Eflaust hefur fólk nýtt sér góða veðrið í Siglufirði á þessum fyrsta
degi sumars á ýmsan hátt, en þrjár bekkjarsystur og vinkonur ákváðu að
halda eina tombólu við Samkaup-Úrval upp úr hádeginu, til styrktar Rauða krossi Íslands, og tókst hún með ágætum.

Stöllurnar við söluborðið.

Talið frá vinstri: Sylvía Rán Ólafsdóttir, Isabella Ósk Stefánsdóttir og Margrét Sigurðardóttir.

Svona var umhorfs seinnipartinn, nánar tiltekið kl. 18.45.

Stærri mynd hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is