Töluverð snjóflóðahætta


Töluverð snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þar má lesa eftirfarandi: „Nokkuð nýsnævi er ofarlega í fjöllum og inn til dala. Talsvert af náttúrulegum flekaflóðum hafa sést í N-, NA- og A- vísandi brekkum. Skíðamenn settu einnig af stað nokkur snjóflóð 1. og 2. maí og féllu þau í bröttum brekkum ofan 1000 m í N- og V-viðhorfum. Flóð sem fallið hafa eru flest lítil en nokkuð breið og það eru nokkuð greinileg merki um lélega bindingu milli nýsnævisins og eldri snævar. Spáð er nokkuð hvassri SV-átt seinni partinn í dag fimmtudag og á föstudag með skafrenningi til fjalla og stöku éljum. Búast má við að snjóflóðahætta aukist í dag og að flóð sem falla verði efnismeiri sérstaklega ofarlega í fjöllum og brekkum sem vísa í N, NA og A þegar nýr snjór safnast í þessar brekkur.“

Sjá hér.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is