Töluverð snjóflóðahætta


Töluverð snjóflóðahætta er á Tröllaskaga að því er lesa má á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir nánar tiltekið:

„Skafsnjór sem safnast hefur í gil og lægðir og undir brúnum til fjalla getur verið óstöðugur. Töluvert er af lausum snjó víða en þar sem snjó hefur skafið af eru íslög sem geta verið hál. Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.“

Þessa stundina er nokkur ofankoma í Siglufirði.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is