Tökur að hefjast á Ófærð 2


Siglfirðingur.is var beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu:

Sælir kæru Siglfirðingar og nærsveitungar.

Nú er komið að því að við ætlum að demba okkur í tökur á seríu 2 í þáttaröðinni „Ófærð“. Hún verður að sjálfsögðu mynduð að hluta til í fallega firðinum ykkar. Við munum hefja tökur 13. október næstkomandi og reiknum með að vera fram í byrjun nóvember.

Eins og síðast þá fylgir okkur talsvert umstang, fyrirferð og næturbrölt. Eftir fremsta megni munum við þó vanda okkur og vinna í samstarfi við bæjarbúa.

Við erum alltaf jafn heilluð af staðnum og fólkinu og erum mjög spennt að koma aftur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja.

Starfsfólk Ófærðar 2.

Sjá líka hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úr safni. Frá tökum á Ófærð 1.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is