Tóbaks- og rafrettulaus bekkur

Um þessar mundir tekur 8. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í keppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur. Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 30 árum en Ísland er nú með í tuttugasta og fyrsta sinn. Embætti landlæknis sér um keppnina hér á landi og til þess að fá að vera með þurftu nemendur að skrifa undir skjal, þar sem þeir kváðust mundu halda sig frá tóbaki og rafrettum og jafnframt að skila inn lokaverkefni. Ákváðu þeir að gera myndband.

Keppnin fer fram um allt land í 7., 8. og 9. bekk. Tíu bekkir fá verðlaunafé fyrir lokaverkefni sitt sem nemur 5.000 kr. fyrir hvern nemanda í bekknum. Tilgangurinn með keppninni er að fá nýjar, ferskar og skemmtilegar hugmyndir sem munu móta tóbaks- og rafrettulausa framtíð.

Sjá nánar hér.

Mynd: Skjáskot úr myndbandi 8. bekkjar.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]