Tjaldurinn mættur


Tjaldurinn er kominn. Tveir sáust um miðja síðustu viku innfjarðar og einhverjir hafa bæst við síðan. Þetta er fyrr en undanfarin ár. En hvað sem því líður er þetta að sjálfsögðu merki um að vorið sé á næsta leiti.

Reyndar sást einn stelkur hér rétt fyrir miðjan síðasta mánuð, í hópi sendlinga. Ómögulegt er að segja til um hvort þar hefur verið á ferðinni eftirlegukind eða einn nýkominn yfir hafið.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is