Tjaldurinn kominn með unga


Tjaldurinn hér fyrir ofan var að kenna unga sínum listina að veiða í matinn í þangfjörunni skammt frá ósi Hólsár seinnipartinn í gær, þegar ljósmyndari náði að festa augnablikið í mynd. Æðarfuglinn er líka kominn með unga, a.m.k. í Fljótum í Skagafirði, og von á fleiri tegundum næstu daga.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is