Tjaldurinn er kominn


Tíðarfarið hefur að sönnu verið með eindæmum gott það sem af er vetri eða ári, álftir meira að segja aldrei farið úr Siglufirði, en að tjaldurinn skuli vera kominn hlýtur að vera saga til næsta bæjar. Guðný Róbertsdóttir sá einn innfjarðar í dag. Og svartþrestir hafa verið að syngja allar nætur víða í bænum.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úr safni.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is