Tjaldsvæðið við Stóra-Bola lokað


„Vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð, verður að loka tjaldsvæðinu við Stóra-Bola frá og með fimmtudeginum 9. júlí til föstudagsins 17. júlí. Tjaldsvæðið er í flugleið þyrlunnar sem mun ferja stoðvirkin upp í fjall og því ekki annað hægt en að loka svæðinu af öryggisástæðum.“ Þetta gefur að lesa á heimasíðu Fjallabyggðar.

Flugleiðin er yfir tjaldsvæðið.

Menn og þyrla athafna sig í Hafnarfjalli.

„Næstu flutningar með stoðvirki í fjallið eru áætlaðir um miðjan ágúst. Nú nýverið var verið að bjóða út þriðja áfanga í þessum framkvæmdum við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja á Siglufirði og er fyrirhugað að þeim áfanga verði lokið síðla árs 2018.“

Myndir: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Af heimasíðu Fjallabyggðar / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]